Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hús úr húsi

Hús úr húsi

Söngur 32

Hús úr húsi

(Postulasagan 20:20)

1. Í hverju húsi út um allt

nú orð Guðs svarar nauð,

er sauðum Guðs í borg og bæ

við bjóðum lífsins brauð.

Um gervallt landið fer sú frétt,

að fædd nú stjórn Guðs er.

Þann spádóm kynna kristnir menn

sem Kristur bar fram hér.

2. Í hverju húsi kærleiksrík

nú kynnum frelsun þeim

sem játast vilja Jehóva

á jörð um allan heim.

En hvernig heiðra þeir nafn það

sem þekkja ekki trú?

Því boðum hátt Guðs helga nafn

í heimahúsum nú.

3. En ekki dvelur auðmjúkt fólk

í öllum húsum. Nei,

með skæting okkur skamma þeir

er skilja orð Guðs ei.

Með daufum hug á dögum Krists

menn dræmir hlýddu á.

En sauðir hans þó heyra raust

og henni treysta má.

4. Því friðarboðskap berum enn

og boðum ríkisfrétt.

Guðs vegu kynna viljum svo

menn valið geti rétt.

Að tala um Guðs tignarnafn,

það talsmenn sannleiks þrá.

Í sérhvert hús við leggjum leið

og leitum sauða þá.