„Hafið brennandi kærleika hver til annars“
Söngur 115
„Hafið brennandi kærleika hver til annars“
1. Bróðurelska björt og hrein
býður hjálp og þolir mein.
Velvild Guðs hún veitir ein,
vitur stefna er.
Drottinn sýndi slíka þrá,
sendi Jesú himni frá.
Sáttar gjörð hann greiddi þá,
gæfu ber með sér.
Ótti Guðs í okkur býr,
áfram hann til verka knýr.
Kærleiks leiðin Krists er skýr,
kynnum slíka braut.
Heimsins illsku höfnum hér,
hjartans gæði rækti hver.
Ljúfust kærleiks leiðin er,
lausnin best í þraut, lausnin best í þraut.
2. Sé þín elska eðlistær
engan þá hún hneyksla fær.
Virðing öllum vinum ljær,
velvild bræðrum ber.
Langlynd er og lífgar frið,
lítt hún þjónar eigin sið,
gjarnan sefar gremjuklið,
gæði bræðra sér.
Lokum heims nú líður að,
látum okkur muna það.
Kærleiksverk á hverjum stað,
kostgæf eflum nú.
Elskum bræður einn og hver,
andi Guðs mun hjálpa þér.
Eftir líkn Guðs líkjum hér,
lifir eilíf trú, lifir eilíf trú.