Hegðum okkur eins og sá minnsti
Söngur 122
Hegðum okkur eins og sá minnsti
1. Þeir hafa hylli Jehóva
sem hlýða honum einum.
Þeir ávallt leita leiða hans
og ljóss á vegi hreinum.
En þungi syndar þjakar menn,
við þraut þá megum stríða
svo auðmýkt læra ættum nú
og alltaf Guði hlýða.
2. Oft Kristur Jesús kenndi það
að koma fram sem smæstur.
Það eflir frið og einingu,
þess árangur er glæstur.
Hann frábært sýndi fordæmi
er fyrirmynd hin besta.
Með hlýðni fáum hylli Guðs
og hún má aldrei bresta.
3. Í huga skulum hafa því
að heiðra vel hvert annað.
Því Kristur okkar keypti líf
með kærleik, það er sannað.
Svo alla bræður á því Guð
sem eðlishæfni léði.
Nú hver sem minnstur komi fram
með kærleiksríku geði.
4. En frumreglan um forystu
hún fær menn Guðs að meta
svo þeir sér sjálfum geta gleymt
er götu kærleiks feta.
En ef við hrösum andi Guðs
mun okkur forða grandi.
Við eigum samband öll við hann,
með auðmýkt sérhver standi.