Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Helgaðu nafn þitt, eilífðarkonungur!

Helgaðu nafn þitt, eilífðarkonungur!

Söngur 94

Helgaðu nafn þitt, eilífðarkonungur!

(Esekíel 38:23)

1. Ó, Jehóva, þú einn Guð ert

og æ hinn sami verður þú.

Og þol þitt Guð er þakkarvert

en nafnið þú munt helga nú.

Þinn ásetningur aldrei dvín,

þú afl og visku kynnir best,

Á ríki þínu þörf er brýn

því illska þá ei lengur sést.

2. Þú ert frá eilífð skaparinn

og ert þess vegna verður vegs.

Braut falls nú fetar heimurinn,

á þinni fótskör illskan vex.

Nú Kristur hefur konungsvald

og komin stjórn sem vara mun.

Hans óvinir fá endurgjald

og hreppa eyðingu og hrun.

3. Um hjálpráð spáðu helgir menn,

af hug og dirfsku sýndu dug

og sönn spá sést nú rætast enn

því berum sama trúarhug.

Og æ mun standa okkar jörð,

hún ei mun haggast ár og síð.

Guðs menn brátt sjá hans máttargjörð,

þá upphefst Messíasar tíð.