Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Himnarnir segja frá dýrð Guðs

Himnarnir segja frá dýrð Guðs

Söngur 175

Himnarnir segja frá dýrð Guðs

(Sálmur 19:2)

1. Dýrð, Jehóva, þér himnar gefa háir,

um handaverkin þín öll festing vitni ber.

Hver dagur syngur söng, ó, Guð,

nátt segir nátt um vald og mátt og tign hjá þér.

2. Guðs boðorð er án lýta, örvar lífið,

hans lögmál gerir úr fávísum vitra menn.

Hans skipun trúarskjöldur er,

hans skíru boð þau eru stoð og hýrga enn.

3. Hreinn ótti Jah að eilífu mun vara

og ákvæðin svo hrein og réttlát, sönn og hlý.

Þau eru meiri gnóttum gulls,

svo góð og mæt sem hunang sæt og alltaf ný.

4. Við þín lög, faðir, þökkum fyrir auðmjúk

og þjónustuna sem mun bera laun með sér.

Ó, megi verkin okkar öll,

Guð, á hvern veg æ þóknanleg nú vera þér.