Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hin ágætari leið kærleikans

Hin ágætari leið kærleikans

Söngur 35

Hin ágætari leið kærleikans

(1. Korintubréf 13)

1. Blíður Drottinn bendir okkur

beint á sína kærleiksslóð.

Jehóva við elskum staðföst,

öllum mönnum verum góð.

Þótt við hefðum tungutalið,

trú og þekking yfirleitt,

vanti kærleiksverkin góðu,

værum við alls ekki neitt.

2. Þótt við kenndum þolgóð mönnum,

þyldum heimsins böl og mein,

við þá yrðum engu betri

ef ei hvötin væri hrein.

Sá sem iðkar sannan kærleik,

sæmilega hegðar sér,

gortar ei né öfund sýnir,

ávallt lög Guðs virðir hér.

3. Hann hið illa ekki stundar,

aldrei fagnar yfir því,

sífellt sterkur, allt hann umber,

anda sannleiks gleðst mjög í.

Elska, trú og vonin varir,

verndar þjóna Guðs í neyð.

Öllum vegum öðrum betri

er því Drottins kærleiksleið.