Hinn ákveðni tími nálgast
Söngur 137
Hinn ákveðni tími nálgast
1. Jehóva, þú herra hár,
ert hellubjargið traust.
Þína dóma þrumar brátt,
menn þinni kynnast raust.
Virðist dragast vitrun sú
þá vitum fyrir víst, hún
hraðar sér að hámarki,
við henni gleymum síst.
2. Dragast mun ei dagur sá
er dregur þú fram sverð.
Loks mun sönn trú lifa ein,
þig lofa vottamergð.
Illvirkjarnir æða fram
og okkur gefa gaum. En
tiltekinn þinn tími er
að taka stjórnartaum.
3. Jehóva, þú einn sá ert
sem alheim allan knýrð,
lýðir hafi lágt um sig
og læri’ um þína dýrð.
Son þinn veldi sæmdir þú,
hann sýna mun þinn mátt. Í
hásætinu hæsti Guð,
þú heims stjórnina átt.
4. Sælum röddum syngjum lof
í sameiningu þér.
Hjálpræði brátt hlýst af för
er himna sveit þín fer.
Tími þinn er tiltekinn
er tign þín birtast má. Í
eftirvænting eru þeir
sem alheimssigur þrá.