Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hinn æðsti „friður Guðs“

Hinn æðsti „friður Guðs“

Söngur 178

Hinn æðsti „friður Guðs“

(Filippíbréfið 4:7)

1. Guðs friður æðstur er,

bægir ótta burt frá þér.

Eyðir kvíða, kvölum víða,

friður kær þér huggun ber.

Og hann þinn verndar hug,

einnig hjartans styrkir dug,

veitir festu, farsæld mestu,

vísar fjötrum heims á bug.

2. Og streitu stífa hér,

finnur stöðugt maður hver.

Angist hefur, síst hann sefur,

böli saddur bitur er.

En huggun hljótum við

því við höfum Drottins frið.

Guð mun vernda allt til enda,

veitir okkur traust og grið.

3. Á Guð við getum treyst,

okkar getur vanda leyst.

Aldrei blekkir, þjóðir þekkir,

skilur þeirra eðli breyskt.

Guðs friður er sem fljót,

honum fegin tökum mót.

Fram því sækjum, sannleik rækjum

er við sýnum hlýðni skjót.