Hjónabandið er ráðstöfun Guðs
Söngur 117
Hjónabandið er ráðstöfun Guðs
1. Hjónaband, háleit stofnun
himneskum föður frá.
Einingarband svo einstakt
enn má hjá hjónum sjá.
Sett undir sama okið,
sambúðin heilög er.
Starf Guðs þau stunda saman,
stöðu þá þökkum hér.
2. Guð leiðsögn gefur bestu,
götuna varðar hann.
Forystu mönnum felur,
fræðir hvern eiginmann.
„Sýn henni sanna elsku,“
sjálfur Guð býður einn.
Væn kona virðir mann sinn,
verðmæt sem eðalsteinn.
3. Þrefaldur er sá þráður
þegar Guðs nýtur við.
Vandamál verða færri,
viska hans skapar frið.
Sælli er sá er gefur,
slíkt er og fögur sjón.
Jehóva ávallt elska
öll gjafmild, trúföst hjón.