Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hlýðum Guði framar en mönnum

Hlýðum Guði framar en mönnum

Söngur 2

Hlýðum Guði framar en mönnum

(Postulasagan 5:29)

1. Nú heimsins dauðri höfnum trú

og hyggjum sannleik að.

Það finnst þó mörgum firra nú,

við fáumst ei um það.

Þótt hótun mætum hlýðum samt

með helgan sannleik djörf,

því okkur er það orðið tamt,

að andans sinna þörf.

2. Við keisaranum greiðum gjald

og gjöldum stjórnum fé.

Það heiðrar Guð með hæsta vald

að hver einn réttvís sé.

Við eigum ekki eigið líf

en erum verði keypt.

Guðs þiggjum ráð og þökkum hlíf

sem þetta gerir kleift.

3. Er föður himna færir hrós,

hans friðarsveitin fríð,

hún virðir vel hans lögin ljós

og lastar heimsins stríð.

Um gjald til Drottins gjörla veit,

hans gæðum segir frá,

og um hann vitnar öll hans sveit

sem alheimsvaldið á.

4. Í öndvegi sé okkar starf

og eflum mátt og þor,

því svala margra þorsta þarf

svo þolgóð hvetjum spor.

Og hindranir ei hefta för,

nú höldum fram á við.

Því elsku Drottins verðum vör,

hann veitir líf og frið.