Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hræðist þá eigi!

Hræðist þá eigi!

Söngur 27

Hræðist þá eigi!

(Matteus 10:28)

1. Stöðugt áfram, ó, minn lýður,

boða öllum ríkið hér,

skelfist enginn í Guðs her,

sannleiksunnandi hver sér,

að minn krýndi sonur, Kristur,

hefur kastað himni frá,

Satan sem hann brátt mun binda,

lausn þá bandingjar hans fá.

(Viðlag)

2. Þínum fjendum þó að fjölgi,

gangi fram með ógnum enn,

tali blítt og brosi’ í senn

til að blekkja trúa menn.

Ekki hræðast hollir kappar,

nú skal herja’ á þennan heim.

Mína votta mun ég vernda,

frelsi veita mun ég þeim.

(Viðlag)

3. Hræðstu eigi að ég gleymi,

ég er ætíð skjöldur því,

stríði þótt þú andist í,

rístu upp til lífs á ný.

Hræðist eigi, kristnir kappar,

engri kvíðið hótun nú,

sem minn augastein ég elska

þá sem iðka sanna trú.

(VIÐLAG)

Hræðist eigi hann sem getur

holdið deytt en enga sál.

Verið trúir allt til enda,

ég tek að mér ykkar mál.