Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hverjum tilheyrum við?

Hverjum tilheyrum við?

Söngur 207

Hverjum tilheyrum við?

(1. Korintubréf 6:20)

1. Hver á þig alla tíð?

Hver er þinn eini Guð?

Sá guð, er þú að þjóna kýst,

er þér sem herra, fyrir víst.

Þú ei munt elska tvo

því annar líður þá.

Á hjarta þíns tryggð er hollusta byggð,

tvo herra’ ei elska má.

2. En hverjum hlýðir þú

og hver er drottinn þinn?

Því einn er sannur, aðrir tál,

en einlægt val er okkar mál.

Fá herrar þessa heims

nú holla þína tryggð?

Mun hlýðni Guð fá nú frekar að sjá

er fús þú iðkar dyggð?

3. En hverjum hlýði ég?

Ég heyri Drottni til.

Já, sannleiks Guði gef ég heit,

af gleði þjóna í hans sveit.

Gjald dýrmætt Drottinn gaf,

ég dýrka menn ei vil.

Er sonur hans dó, mér sanna lausn bjó,

ég sný ei heimsins til.

4. Guðs menn við erum öll,

það auðséð þjóðum er.

Spáð eining var í orði gjörð,

nú uppfyllist í okkar hjörð.

Sem olía með ilm

af Arons höfði rann,

nú efla í raun þau einingarlaun,

Guðs orð sem næra mann.