Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hversu ber okkur að ganga fram?

Hversu ber okkur að ganga fram?

Söngur 177

Hversu ber okkur að ganga fram?

(2. Pétursbréf 3:11)

1. Dag Jehóva að hafa skýrt í huganum ber

því hjartfólginn er okkur Guð sem með valdið fer.

Nú dvínar nóttin, brátt færist dagur nær

en dauður heimur Satans þá hverfa fær.

Um okkar þörf að biðja heitt við æ hugsum trú,

að iðka bæn af kostgæfni er nauðsynlegt nú.

Af allri sál til Guðs nú ávallt leitum við

af því aðeins hann mun okkur gefa hugarins frið.

2. En okkar frið og gleði fólk nú alls staðar sér,

við erum sem á leiksviði, það augljóst því er.

Með hvernig breytni munum við hljóta hrós

og hvaða heilög verk vera öllum ljós?

Um Guðsríki við tölum öll með trausti mjög djörf

og teljum upp öll loforð Drottins um nýja jörð

er himinn alveg nýr mun huggun mönnum fá,

ávallt hæf við boðum þessa frétt með einlægri þrá.

3. Og leitumst við með verkum Guð að lofa hvern dag,

að lifa samkvæmt frumreglum sem ljá mestan hag.

Fyrst Jesús hefur aflétt af okkur synd

við eigum frið við Guð sem er gleðilind.

En lýtalaus og flekklaus við því fögnum í trú

sem frjálsir menn og þjónar Drottins Jehóva nú.

Að helgum vini við því höldum okkur þá

sem mun hjálpa okkur og til enda um okkur sjá.