Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hyllið ríki Jehóva!

Hyllið ríki Jehóva!

Söngur 21

Hyllið ríki Jehóva!

(Opinberunarbókin 11:17)

1. Ríki Guðs við heilagt hyllum,

Jesús hefur valdið þar.

Míkael þar hátt á himni,

hærri hlut af Satan bar.

Bráðum drekinn og hans djöflar

verða djúpi bundnir í.

Kristur þá mun lofgjörð leiða,

þátt hans lýður fær í því.

2. Fremstar ganga litlar „leifar,“

hælis leita Guði hjá.

Drottins ríki heilagt hylla,

munu hlutdeild í því fá.

Nú skal láta lýð, sem þráir

eilíft líf í paradís,

„leifum“ veita hjálp við verkið,

Drottins veldi gefa prís.

3. Ríki Guðs Jehóva göfgum,

aðra gleðjum, fræðum þá.

Öllum heiðarlegum hjálpum,

þeim er hylli Drottins þrá.

Miklum hátt nú himnaríkið,

því sé heill og vegsemd nú.

Það mun færa mönnum farsæld,

nafn Guðs frægir stjórnin sú.