Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hyllum frumburð Jehóva!

Hyllum frumburð Jehóva!

Söngur 105

Hyllum frumburð Jehóva!

(Hebreabréfið 1:6)

1. Við frumburði Guðs fögnum,

með fríðan erfðakrans.

Allt frá hans fyrsta degi

var fáguð hlýðni hans.

Með vilja Guðs skóp veröld

sem var með visku gjörð,

Guðs máli Jesús mælti

sem maður hér á jörð.

2. Þótt gerður væri’ í Guðs mynd

og gengi honum næst,

hann vilja Drottins virti

sem valdið fer með hæst.

Í auðmýkt tók hann á sig

þá okkar eigin mynd

og föður sinn hann frægði,

hans fórn var laus við synd.

3. Hann tállaus sýndi tryggðir

og trúr því heiður hlaut.

Guð alheims soninn upphóf

við eilíft föðurskaut.

Í harðri Drottins hildi

við Harmagedónstríð,

hann víkur burtu vondum

og verndar Drottins lýð.

4. Já, fríðan hyllum frumburð

og friðarríki Krists,

og hús úr húsi boðum

hinn helga málstað viss.

Og öðrum veitum aðgát

og örvum bræður meir

sem fúsir menn og frjálsir

Guðs frumburð hylli þeir.