Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Jehóva, besti vinur okkar

Jehóva, besti vinur okkar

Söngur 76

Jehóva, besti vinur okkar

(Jesaja 41:8)

1. Alvaldur Guð er vinur trúr

sem vísar rétta leið.

Jörð okkar skóp með allsnægtir,

líf eilíft mannsins beið.

Þó okkar fyrstu foreldrar

Guðs forsjá vildu’ ei sjá.

Hann allra þeirra vinur er

sem ákaft dag hans þrá.

2. Um ævi trúr var Abraham

og alltaf laut Guðs stjórn.

Á reynslustund var ráðvandur

og rétti stærstu fórn.

Hann vissi að Guð væri megn

að vekja aftur líf.

Guð elskaði því Abraham

sem átti trúarhlíf.

3. En síðar meir kom sonur Guðs

með sanna fórn og ást.

Til endurlausnar albúinn

þó ætti hann að þjást.

Þótt Satan honum sýndi jörð

og segði: „Hún skal þín.“

Hann tilbað Guð sinn trúfastur,

hans tryggð um eilífð skín.

4. Við göfgri vini getum ei

en Guð og son hans átt.

Þeir sanna gefa okkur ást

og eilíft líf og mátt.

Ef einhver heimsins vinskap vill

hann veginn breiða fer.

Þeir velja trúna, vinir Guðs,

hans verndar njóta hér.