Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Jehóva er með mér

Jehóva er með mér

Söngur 125

Jehóva er með mér

(Sálmur 118:6)

1. Mitt hjarta Drottni helgað er

og hans vil ég því bíða.

Að þóknast Guði þrái ég

sem þjónn hans glaður hlýða.

Er þungur vandi þreytir mig,

við þraut og raunir stríði,

þá man ég eftir mætti Guðs

og minn er burtu kvíði.

(Viðlag)

2. Ég veit að trú mín verður reynd

því vondir eru dagar

og Satan enn þá sveimar hér,

Guðs sönnu þjóna klagar.

En kraftur Guðs sem gefur þol

mun gagnlegastur vera.

Þeim vel af kærleik veitir Guð

sem vilja nafn hans bera.

(Viðlag)

3. Nú Jehóva sinn víkkar veg

og vígða þjóðin stækkar

því enn þá safnast einlægir

og enn þá lofgjörð hækkar.

Hann elskar þá og eflir dug

og yndi af þeim hefur.

Ég vera vil í votta her

sem vitnisburðinn gefur.

(VIÐLAG)

Með Jehóva ég jafnan stend,

hann játa ég alltaf og lofa.