Jehóva er minn hirðir
Söngur 77
Jehóva er minn hirðir
1. Minn hirðir, Jehóva, hjálpar
því hræðist ég aldrei neitt.
Í huga geymir hann sérhvern sauð
því sína hann elskar heitt.
Úr lindum gefur sitt lífsvatn
sem ljúft okkur hressa má.
Með styrkri hendi hann stefnir mér
ég stöðugt hann treysti á.
Með styrkri hendi hann stefnir mér
ég stöðugt hann treysti á.
2. Þótt dali dimma ég gangi
og dauði mér blasi við
ég skelfist ekki við skugga þann,
í skjóli við Drottins hlið.
Mér fögnuð olían færir,
hann fyllt hefur bikar minn.
Í húsi sínu mér huggun býr
við heilagan anda sinn.
Í húsi sínu mér huggun býr
við heilagan anda sinn.
3. Minn hyggna ástríka hirði,
ég hreinskilinn lofa vil!
Með gleðifréttir um gæsku hans
ég gangi hans sauða til.
Ég hlýði alltaf Guðs orði
og einnig hans feta veg.
Og dýrlegt starfið, er Drottinn gaf,
það daglega stunda ég.
Og dýrlegt starfið, er Drottinn gaf,
það daglega stunda ég.