Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Jehóva færir frelsun

Jehóva færir frelsun

Söngur 74

Jehóva færir frelsun

(Sálmur 18:2, 3)

1. Á okkar tímum uppfyllst hefur spádóms gjörð

er andstæðingi Guðs var varpað niðrá jörð.

Þá fékk Guðs sonur valdið, við fögnuð þá, himni á,

frelsun Guð færði einn.

(Viðlag)

2. En andi heimsins ögrar okkar djörfung nú

því enn þá sérhvern dag hann spottar tryggð og trú.

Á lífsins vegi þolgóð samt lifum hrein, laus við mein,

loks frelsun munum sjá.

(Viðlag)

3. Við endalokin Satan dóm og afnám fær

og enginn harmur þá og kvöl til manna nær.

Menn nýrri jörð og himni þá fagna hér, frelsun hver,

frelsun sú verk Jah er.

(VIÐLAG)

Þeim tryggu Jah Jehóva færir frelsi.

Hans fjendur þá brátt sjá, hann einn alheimsvaldið á.

Þegar hyllum við Alvaldan Guð, hugrekkið skín,

aldrei holl tryggð við Jehóva Guð og nafn hans dvín.