Kærleikur, fullkomið einingarband
Söngur 173
Kærleikur, fullkomið einingarband
1. Nú kólnað hefur kærleikur
svo kárnað hefur tíð,
við aldrei hann þó afrækjum,
hann eflum frekar blíð.
Ef líkjum eftir leiðum Guðs
með ljúfmennskunnar þrá,
við kynnum öllum kristna leið
er kemur hjarta frá.
2. Ef klæðumst sönnum kærleika
ei kala berum við.
Við reynum öll að rækta hann
og rækjum góðan sið.
Nú víkkum okkar vinsemd út
og virðum bræður hér.
Og þá sem Drottinn okkar ann
við elskum eins og ber.
3. Er kerfið gamla hverfur burt
í kærleik tengjumst þá.
Og andans bandið einingar
það alltaf styrkja má.
En ástúð hrein og elska góð
er einnig nauðsyn hér.
Slíkt vermir okkar vinaband
uns verki lokið er.
4. Ef sambandið við Guð er gott
við getum verið trú
og elskað fleiri’ en okkur sjálf
á illskutíma nú.
Er klæðumst sönnum kærleika
þá kvíði ekki sést.
Og alltaf bandið einingar
mun elsku sanna best.