„Kostgæfinn til góðra verka“
Söngur 30
„Kostgæfinn til góðra verka“
1. Kostgæf verum, verki góðu sinnum,
vökul boðum: „Ríki Guðs er hér.“
Þjónum dygg í drottins salarkynnum,
dvelji þar Guðs vottur einn og hver.
2. Eflum kærleik, kólna má hann eigi,
kristnum bræðrum okkar þjónum hér.
Harmagedón nálgast dag frá degi,
Drottni skila þjónustunni ber.
3. Verum kostgæf, kveikjum von og gleði,
kærleik, trú í starfi ræktum þá.
Hjartað heilt, sem góðu stjórnar geði,
glæðir eld sem ylja okkur má.
4. Ávallt stöndum stöðug gegnum vanda,
stælum kærleik, eflum bræðralag.
Innri glóð hún glæðir okkar anda,
Guði vandlát þjónum sérhvern dag.