Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Kristin vígsla

Kristin vígsla

Söngur 13

Kristin vígsla

(2. Mósebók 39:30)

1. Með krafti veröldin var gjörð,

Guðs vilji að því stóð.

Jah heyrir himinn til og jörð,

verk hans öll eru góð!

Hann birti mönnunum mátt sinn

og með gjöf lífs gaf skyn.

Við eflum því ávallt lofsönginn,

Guð elskum sem besta vin.

2. Til forna lýðnum hann lög gaf

svo ljúft við Sínaí.

Þeim frelsun fékk við Rauðahaf

frá fjandmannanna gný.

Þá valdi Jehóva vís hjörð

er vernd í djúpi hlaut.

Með heitinu var svo vígsla gjörð,

þá völdu þeir rétta braut.

3. Í vatni var Jesús skírður

og vel sitt efndi heit.

Í auðmýkt vígður valdi Guðs,

á vilja föður leit.

Og þegar úr Jórdan upp stóð,

Guðs anda smurður var,

í hlýðni og trú hann heimsins slóð,

þá heilagan sannleik bar.

4. Við nálgumst Jehóva núna

og nafn hans lofum hér,

með sjálfsfórn trúna sýnum við,

það sanna vígslan ber.

Þú sendir elskaðan son þinn,

líf sitt gaf dýrlegt hér.

Svo virði hver síður vilja sinn

en velji að lifa þér.