Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Kristur, fyrirmynd okkar

Kristur, fyrirmynd okkar

Söngur 205

Kristur, fyrirmynd okkar

(1. Pétursbréf 2:21)

1. Guð mönnum miskunn bauð

og mætti sárri nauð.

Er Jah Guð soninn sjálfan gaf,

brauð hann var himni frá,

sem hungur seðja má,

og lífið eilíft hlýst þar af.

2. Að helga nafnið hans

er helsta skylda manns.

Með bæn og beiðni biðji hver:

„Þinn vilji verði nú,

send voldugt ríkið þú

og daglegt veittu brauð vort hér.“

3. Og Kristur kenndi best

um konungsríkið mest,

þann boðskap breiddi hann um storð.

Hann síðar saklaus dó,

og sekum sættir bjó,

svo rættust öll Guðs sönnu orð.

4. Fórn þessa þökkum nú

og þiggjum hana trú

og verðum sannir sauðir hans.

Er fylgjum fús Krists sið,

hans föður tignum við,

sem veitir launin lífsins krans.