Kvöldmáltíð Drottins
Söngur 87
Kvöldmáltíð Drottins
1. Ó, Jehóva, himnunum hærri,
nú heilagt er minningarkvöld.
Því fórn mátti sjá nísan fjórtánda á
og frelsun sem Guð veitti fjöld.
Þín eignarþjóð át páskalambið
og Ísrael hjálpræði sá.
Síðar úthellt Krists blóð reyndist öllum fórn góð
því hún uppfyllti heilaga spá.
2. Nú er okkur safnað hér saman,
lík sauðum í hjörð fyrir þér.
Við hyllum ást þá er Krist himni gaf frá,
þitt heilaga nafn tignum hér.
Þú hefur á borðið fram borið
þitt brauð sem er ósýrt og vín.
Tákn þau eru þér frá, minna alla tíð á
hversu einstök er náðargjöf þín.
3. Það brauð táknar blessað hold Jesú,
til bjargar Guð mönnum það gaf.
En bikarinn er táknræn bending frá þér
um blóð Krists sem lausn fáum af.
Af þakklátum huga þá hátíð
nú höldum og minnumst hans hér.
Dag hvern fótspor hans í viljum feta öll því
lífið fáum þá eilíft frá þér.