Leitið fyrst Guðsríkis
Söngur 172
Leitið fyrst Guðsríkis
1. Guði kært er konungsríkið
sem mun koma friði á.
Kristi veitti konungsvaldið,
Satans veldi knosar þá.
Spámenn sáu um það sýnir,
trausta settu von á það.
Ávallt sömu trúna sýnið,
um það sjálfur Jesús bað.
(Viðlag)
2. Þjónar Guðs hans náðar njóta,
boða nægtaríkið þeir.
Okkur býðst nú besta starfið,
gæðin bætum meir og meir.
Morgundaginn óttumst ekki
þótt við yrðum svöng og þyrst,
Guð mun okkur liði lofa
ef hans leitum ríkis fyrst.
(Viðlag)
3. Bráðum þetta kerfi þrýtur
ríkið þá frá Guði rís.
Allir Jehóva þá játa
hér á jörð í paradís.
Áfram konungsstjórn Guðs kynnum,
öllum kennum boð Guðs enn,
þeir fá von sem Drottinn veitir,
stjórn Guðs velji hyggnir menn.
(VIÐLAG)
Leitið ráðvönd ríkis Drottins
og hans réttlætis hvern dag.
Styðjið réttlæting hans ríkis,
vinnið ráðþæg að þess hag.