Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Lifum á verðugan hátt

Lifum á verðugan hátt

Söngur 34

Lifum á verðugan hátt

(Jesaja 43:10-12)

1. Alvaldur Jehóva, eilífur Drottinn,

alger í réttlæti, ástríkur mjög,

uppspretta sannleiks og algerrar speki,

einvaldur himneskur setur þú lög.

Hersveitir engla þig heiðra og tigna,

hefja upp sköpunarundrin þinn mátt.

Við erum kallaðir vottarnir þínir,

viljum því lifa á verðugan hátt.

2. Hjálpaðu okkur að heiðra þitt mikla

heilaga nafn, sinna vel þinni hjörð.

Þegar í fótspor Krists fetum í öllu,

fylgjum við leiðsögn hans um alla jörð.

Ef við í framkomu fyrirmynd erum,

fegrum við nafn þitt og lifum í sátt.

Metum þá blessun að mæla sem vottar,

mikla svo nafn þitt á verðugan hátt!

3. Þegar við stöðug í starfinu þjónum,

stefnum að friði og kærleika þá,

ánægju mikla Guð okkur mun veita,

er við nú aukum hans lofsöng af þrá!

Nafninu samkvæmir sælt er að lifa,

sannleikann boðum því einn og sérhver.

Því fremst af öllu það afla mun gleði,

alvöldum Guði sem Jehóva er.