Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ljósið verður æ skærara

Ljósið verður æ skærara

Söngur 111

Ljósið verður æ skærara

(Orðskviðirnir 4:18)

1. Sannleikans ljós það skín nú alltaf skærar.

Það skýrist, verður tærar er Guðs nálgast stund.

Jehóva Guð nú boðskap ríkis býður,

í birtu er hans lýður, hlýðir fús í lund.

Falstrú liðin, flest sem kúgar,

frelsis njótum, sannrar trúar.

Sannleiksljós skært

Guðs sauðum er kært.

Leiftrandi skin nú lýsir sem í dögun.

Guð leiðir menn í skært og hreint og skínandi ljós,

sitt skínandi ljós.

2. Ljós á Guðs braut, það stöðugt hefur stækkað

og stefna okkar hækkað með hans hjálp og náð.

Skilninginn Guð nú fúsum þjónum færir,

sitt fólk hann ávallt nærir, notar orð sitt skráð.

Ófullkomin er manns sjónin

en Guð notar hyggna þjóninn.

Skært ljósið skín

þá skugginn brátt dvín.

Náðugur Guð, hann gefur meiri birtu,

svo glögglega við skynjum þetta skærara ljós,

æ skærara ljós.

3. Skært er það ljós er skín frá himni heiðum,

er hjálp á lífsins leiðum sem við göngum á.

Það ljós er Guðs sem gleði okkur veitir,

til góðs lífsstefnu breytir, andvörp hverfa þá.

Þolinmóð og þrautgóð bíðum,

þreyjum eftir Drottins tíðum,

veljum Guðs braut

þá vörumst við þraut.

Ljós hefur birst sem leiðsögn trausta gefur,

það lýsir götu auðmjúkra, Guðs indæla ljós,

hans indæla ljós.