Loks eilíft líf!
Söngur 15
Loks eilíft líf!
1. Sérðu þá sælunnar tíð,
sérhver maður ann friði.
Tár liðin tíð, engin stríð,
tryggðarsvik finnast ei.
(Viðlag)
2. Menn og dýr mikinn frið sjá,
munu ei skaða vinna.
Allsnægtir þá öllum hjá,
alvalds hönd tryggir það.
(Viðlag)
3. Aldraðir yngjast á sál,
æskuþrótt fær þá holdið.
Vikið er tál, vandamál,
voði og sorg á burt.
(Viðlag)
4. Paradís, unaði í,
allir lofsyngja Drottni.
Sérhvern dag því segja’ á ný:
„Séu þér þakkir Guð.“
(VIÐLAG)
Syngið því söng í dag,
sigrandi Drottni lag.
Sjáið þá stund, sælu fund,
sigur Guðs færir líf.