Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Máttur gæskunnar

Máttur gæskunnar

Söngur 66

Máttur gæskunnar

(Rómverjabréfið 2:4)

1. Við þökkum þína gæsku, Guð,

og gæði þín við menn.

Því allir vottar vita að

ei verðug erum enn.

Þótt mikill sért og máttugur,

þú miskunnsamur hjálpar vel.

Á gæsku alltaf gjöfull ert

og glæðir trúarþel.

2. Er Kristur sér þá kvaddi hljóðs

var kennslan mild og blíð.

Af elsku fræddi auðmjúkt fólk

og eygði veikra stríð.

Hans fræðsla blíða blessun gaf

og byrði tók af þreyttri sál.

Menn synda sneru þá til Guðs

er sér um hjartans mál.

3. Þann góða ávöxt glæðum því

sem gæska réttsýn er.

Ef viljum hljóta velvild Guðs

og von sem aldrei þverr.

Ef við í þrautir villumst hér

og víkjum út á rangan veg,

flest leiðindi við lögum ef

við lifum vingjarnleg.

4. Hver vottur mikið getur gert

ef glöggt hann skilur það

að kristin gæska kraftur er

sem keppa verður að.

Og gæskan góðan ávöxt ber,

hún gefur eining, skapar frið.

Með gæsku færum Guði lof,

hans góðvild fáum við.