Meðaumkun Guðs
Söngur 68
Meðaumkun Guðs
1. Kristnir menn ef viljum vera,
víkjum öðrum meðaumkun,
ástvinum og ókunnugum,
ef þeir þurfa umönnun.
Kristur kenndi þetta,
kröftug sögn staðfestir það,
dæmisaga sígild
sem við skulum huga að.
2. Samverji er sá á ferðum
særðan mann við þjóðveginn.
Gyðingnum frá glæpahöndum
gat þá líknað Samverjinn.
Fordómum vék frá sér,
fórnarlambi’ er veitti lið.
Knúinn sönnum kærleik,
kröfur Guðs hann studdist við.
3. Sá er þarfnast þinnar hjálpar,
það er hann sem Guð þér fól.
Öllum mönnum Guð er góður,
gefur regnið, birtu’ og skjól.
Miskunn Guðs hún miðlar
mönnum hans vináttu hér.
Gnægð er af hans gæsku,
getur treyst því maður hver.
4. Stundum upp sú staða kemur,
styrka vantar hjálpar hlíf.
Enn þá brýnni þó er þörfin,
þekking fá sem veitir líf.
Sannleik sem Guð veitir,
sérhver þjónn hans gefi meir,
mönnum ljósi miðla,
mikinn Guð svo tigni þeir.