Mynd þessa heims breytist
Söngur 199
Mynd þessa heims breytist
1. Þótt eyðing alls staðar sjáist
og öll Guðs sköpun nú þjáist,
það takmark treystum að náist
að taka burt mein af jörð.
(Viðlag)
2. En illir engu nú skeyta
og okkar hug vilja þreyta,
í tryggð ei trú munum breyta
en treystum á sigur djörf.
(Viðlag)
3. Þótt vondir menn illskist víða
og vilji trú okkar níða
þá hljótum Guði að hlýða,
um hjartað stöndum því vörð.
(Viðlag)
4. Nú vald hins vonda mun enda,
í varðhald mun Guð hann senda.
Á friðar fréttir skal benda
því fólk er í hjálparþörf.
(VIÐLAG)
Munum þótt hér mynd þessa heims breytist
þá Drottinn samt aldrei þreytist
að annast um sína hjörð.