Nafn föður okkar
Söngur 52
Nafn föður okkar
1. Drottinn Jah á himni hæstur,
verði heilagt nafn þitt dáð.
Þannig öll þín áform rætast,
nafn þitt aldrei framar smáð.
Brátt mun réttlætt alheims ríkið,
sigrar réttmæt stjórnin þá.
Fagur orðstír varir ætíð,
menn það allir fá að sjá.
(Viðlag)
2. Auðmjúk viljum leita leiða
til að lofa nafnið dýrt.
Áfram trúföst tölum óhrædd,
þína tign við boðum skýrt.
Djörfung, trú og einurð iðkum,
Guð, þér æðsti heiður ber.
Faðir sannleiks, sakir nafnsins,
tryggðir sýnum ávallt þér.
(Viðlag)
3. Okkar eini helgi herra,
þú ert hæsti stjórnandinn.
Ekkert skiptir meira máli
en að mikla alvaldinn.
Merki okkar hátt nú hefjum,
merki hugrekkis og ljóss.
Þú ert Guð með tryggð og tilgang,
verður trausts og eilífs hróss.
(VIÐLAG)
Okkur skópstu, æðsti Drottinn,
allt sem lifir er frá þér.
Tilgangs krafti hvergi skeikar,
koma fram þín áform hér.
Jehóva, þú son þinn sendir,
sönn var fórn er þá var gjörð.
Fyrir ríkið voldugt ‚verði
vilji þinn um alla jörð.‘