Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Njótum kennslu Jehóva

Njótum kennslu Jehóva

Söngur 91

Njótum kennslu Jehóva

(Jesaja 54:13)

1. Sinn sannleik sendir Jehóva,

hann sína þjóna fræðir.

Og ljúfur leiðir sauðina

og líknar þeim og græðir.

Já, hann er hæstur alvaldur,

menn heyri það og læri.

Þeim elsku veitir, annast þá,

það afl til dáða glæða má.

En Kristur gekk í krafti Guðs

í kennslu engum líkur.

Lík fjársjóði var fræðsla hans,

það finnst ei annar slíkur.

Hann hélt um sína sauði vörð

og sýndi elsku hér á jörð.

Og enn er sama gæsla gjörð

á glöðum sauðum í hans hjörð.

2. Guð hefur fleiri hirða nú

er hafa menntun góða.

Með tungu sannleiks tala orð

sinn tíma öðrum bjóða.

Þeir sterkan veita stuðning sinn,

Guðs stefnu veikum kenna.

Þeir Guð sinn föður gleðja

þá er gát þeir hafa fræðslu á.

Öll kennslan Guði kemur frá

en Kristur þjóna nærir.

Við sérréttindi sjáum þau

er sannleikurinn færir.

Í okkar hjarta elska býr

og ábyrgð gagnvart öðrum skýr.

Að miðla því er mörgum snýr

en máttur Guðs allt starfið knýr.

3. Kom, fræðist nú um föðurinn

sem fræðslu veitir mesta.

Nú standa vottar starfi að

sem stefnu sýnir besta.

Með prýði kenning prédika

á prenti og í orði.

Og hverri þjóð og kynkvísl hér

er kennt að ríkið stofnsett er.

Sem samstarfsmenn við sækjum fram

ei sannleiksboðun linni,

og kennslu svo með sigurhug

hver sannur vottur sinni.

Brátt margir lífið mega sjá

í miskunn Drottinn reisir þá.

Og menntun svo þeir meiri ná

og munu sama lífið fá.