Paradís okkar nú og í framtíðinni
Söngur 220
Paradís okkar nú og í framtíðinni
1. Jehóva allan heiður eignum
fyrir andans paradís.
Samkomur kenna sannleik sífellt,
þar mun sérhver verða vís.
Ó, megum við skilja
og meta þann arf
og muna að gott er
að vinna þitt starf.
Kærleikans böndin treystum trúföst
manna til og skaparans,
þau tengja okkur ávallt saman
ef við erum þjónar hans.
2. Þú hefur Krist, þinn konung, skipað
til að kynna réttinn hér
og þér til hægri handar stjórnar,
krýndur himni á af þér.
Við Jehóva lofum
sem líknar á jörð
og lýst hefur yfir
að safna sér hjörð.
Megum við reynast vera verðug
þess að vinna Drottins verk
svo að við aldrei aðra hneykslum,
þessa ábyrgð öxlum sterk.
3. Bráðum hefst stríð á Drottins degi,
óðum daginn nálgast fer,
er bæði Satan og hans englum
kastað yst í djúpið er.
Hver fortíðarþjónn þinn
er frá Helju rís
mun fagna að þjóna
þér í paradís.
Fullkomnun mannkyn mun þá öðlast
fyrir Messías þinn son
og þú munt veröld gleði veita.
Fögnuð vekur þessi von.