Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Prédikið með hugrekki

Prédikið með hugrekki

Söngur 92

Prédikið með hugrekki

(Postulasagan 4:13)

1. Kjark Drottins þjónar þurfa og trú,

djöfullinn þrýstir á okkur nú.

Orði Guðs kemur kjarkurinn frá,

einnig má kraftinn í starfinu fá,

þor til að standa stöðug í tryggð,

þjóna af styrk í gleði og hryggð.

Forðum menn knúnir kappsfullri þörf,

eins staðföst kunngerum Jehóva djörf.

2. Orði Guðs trúum, sýnum því traust,

af Guði talað, við lygi laust.

Ótti má hvergi eyða starfshug,

ávallt við honum því vísum á bug.

Sýnum í verki dugnað og dáð,

boðskap Guðs dreifum um jarðar láð,

boðum til enda allt Guði frá,

vísa við eigum hans vináttu þá.

3. Veiklyndum hjálpar víkjum nú hönd

svo engin haldi þeim óttans bönd.

Ungum að steðja stór vandamál,

kvíðanum stefnum því úr þeirra sál.

Hvetjum þá oft sem andvarpa’ af þraut,

kjarkinn þá öðlast á sannleiks braut.

Konungdóm allan eignast Guð brátt,

menn Guði allsherjar fagna þá hátt.