Sækið fram, þjónar Guðsríkis!
Söngur 43
Sækið fram, þjónar Guðsríkis!
1. Nú göngum fram, Guðsríki boðum
og gæðum heim sannri trú,
með kærleik í huga og hjarta,
við heyrendum sinnum nú.
Og helgu starfi virðing veitum
og fötin viljum hafa hrein.
Í dýrmætri þjónustu Drottins
hann dáum og lofum ei sein.
(Viðlag)
2. Með framsækni ná þroska nýir,
af náð öðlast eilíft líf.
Þeir gleymi því gamla að baki,
orð Guðs er þeim vernd og hlíf.
Mannfólkið fúslega þeir fræða,
ólíkir fjöldanum í raun,
þá fyrirmynd Jesú þeir fylgja,
og forðast synd og hennar laun.
(Viðlag)
3. Já, sækjum fram, sannleika boðum,
Guðs sauðir og leifar nú.
Þá konur og ungir sem aldnir,
þau öll iðka sanna trú.
Við þjónum helguð hæstum Guði,
því vegsemd honum ætíð ber,
og heilagan Jehóva heiðrum
því huggun Guðs varanleg er.
(VIÐLAG)
Fram, fram sækjum,
kynnum boðskap friðar, allir fjær og nær.
Fram, fram sækjum,
trúföst sækjum fram, þá lofgjörð Drottinn fær.