Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sælir eru ljúflyndir

Sælir eru ljúflyndir

Söngur 36

Sælir eru ljúflyndir

(Matteus 5:5)

1. Guð blessar þá sem ljúfir lifa

og lætur hamingju í té.

Þeim mun því ei í böli bregða

þess bíða’ að Guð þeim veiti hlé.

Þeir illsku vondra óttast ei

þó aukist veldi þeirra meir,

því eilíft líf fær enginn slíkur,

sem illgresi hann fölnar, deyr.

2. ‚Ég naut hér forðum æsku yndis

en er nú gamall,‘ Davíð kvað.

En trúan sá ég aldrei einan

og ei hans niðji matar bað.

Fram göngum því og glæðum trú

í grandvarleik við sérhvern mann.

Ef okkar gleði er í Drottni,

af elsku blessar starfið hann.

3. Af jörðu bráðum vondir víkja,

þeim vistarstaður fæst ei meir.

Ljúflyndir fagna sáttir saman

og síðan erfa landið þeir.

En þar til heitið fylling fær

að fullu treystum orði hans.

Við sýnum ljúflynd mönnum mildi,

sem merki er sannkristins manns.