Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Sælir eru miskunnsamir“

„Sælir eru miskunnsamir“

Söngur 62

„Sælir eru miskunnsamir“

(Matteus 5:7)

1. Hve sælir miskunnsamir menn,

Guð metur slíka fegurð enn.

Þeir segja þeim er sannleik þrá

að sýna vægð er Guð vill sjá.

Við Golgata sást guðleg náð

og gjald til lausnar var hans ráð.

Í miskunn fer með mannlegt hold,

þess minnist að við erum mold.

2. Guðs fyrirgefning friðar þá,

er fúsir miskunn öðrum tjá.

Að gjöf fá Drottins góðu náð

því Guð fórn Jesú hefur þáð.

Þeir miskunn öðrum miðla fljótt

og mönnum boða trúarþrótt,

af gæsku segja „gleðjist þið,“

því Guðsríki mun skapa frið.

3. Þeir mildu óttast ekki dóm,

af ástund vinna verkin fróm.

Í miskunn Drottinn með þá fer,

þeir miskunn sýndu sjálfir hér.

Ó, megum glæða milda lund

og miskunn sýna hverja stund

og leita þess með líknarþrá

að líkjast Drottni himni á.

(NIÐURLAG)

Hve sælir miskunnsamir menn,

Guð metur slíka fegurð enn.