Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sýnið hver öðrum ástúð

Sýnið hver öðrum ástúð

Söngur 216

Sýnið hver öðrum ástúð

(Rómverjabréfið 12:10)

1. Þú, Jehóva, elsku og ástúð mönnum sýnir

er athvarfs þíns leita’ í trú.

Og guðlegir kostir þeir gleðja allir þínir,

við göngum í þitt skjól öruggt nú.

2. Af einlægum bróðurhug ástúð skulum veita,

við erum húsi Guðs í.

Í framkomu allri Guðs endurskin að veita,

þá eining friðsæl varðveitist hlý.

3. Þann samhug sem ríkir hér ávallt þarf að auka

og efla kærleikans hug.

Við heiðrum því bræður og þolgóð skulum þrauka

og þrætum vísum við öll á bug.

4. Nú ástúð og elskunni gaum okkar við gefum

þá gegnum við Kristi best.

Ef gæsku við gefum og sundurlyndi sefum

þá sönn er gleðin og eining sést.