Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sýnum öðrum miskunn

Sýnum öðrum miskunn

Söngur 215

Sýnum öðrum miskunn

(Lúkas 6:36)

1. Þegar Jehóva fastréð að flóðið

eyddi fornaldar heimi og trú,

gaf hann Nóa það bjargræði besta:

„Örk nú byggðu og prédika þú!“

Myndi Nói þá neita Guðs köllun,

aldrei naut kennslu í arkarsmíð?

Nei, hann miskunn og mætti Guðs treysti,

byggði markvisst og uppfræddi lýð.

2. Þetta kerfi nú eins er á enda,

Guð því aðvarar mennina enn.

Við þeim fréttir um endalok færum

svo að frelsist nú hógværir menn.

Hugsa aldrei: „Ég prédika ekki,

ég er óreyndur, get ekkert sagt!“

Því ef þú hefur anda Guðs öðlast,

hann þér orðin í munn getur lagt.

3. Drottinn sannleik og miskunnsemd sýnir,

gleði sanna því uppsker hans þjóð.

Forsmekk góðan það gefur af framtíð

þegar Guðs loforð uppfyllast góð.

Öðrum munum við nú sýna miskunn,

boða mönnum þá frétt hvar sem er.

Látið vígjast og flýið í frelsið,

þjónið fagnandi Guðsríki hér.