Safnið fjársjóðum á himni
Söngur 67
Safnið fjársjóðum á himni
1. Elskum Jehóva og játum
hann sem jöfur himnesks ljóss!
Fyrir allar góðar gjafir
honum gefum þökk og hrós.
Klæði, bústað, forsjá, fæði,
moldu frjóa, regn og sól,
þökkum föður okkar ætíð
fyrir öruggt líf og skjól.
2. Hversu ömurlegt að eyða
tíma okkar sjálfra í
heimska leit að fé og frama,
lífið fæst þó ei með því!
Verum öllu heldur ánægð,
hófsöm unum okkur hér,
og með góðum verkum grípum
Drottins gjöf sem lífið er.
3. Tíma verjum vel og eignum,
fræðum vandvirk snauða menn.
Þeim er hungrar boð Guðs berum,
ríkisboðskap flytjum enn.
Með þeim góðu verkum gerumst
vinir Guðs og Jesú þá
og í sjóð á himni söfnum
sem þar sífellt vara má.