Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sannleikur sem gerir menn frjálsa

Sannleikur sem gerir menn frjálsa

Söngur 121

Sannleikur sem gerir menn frjálsa

(Jóhannes 8:32)

1. Allt lögmál Móse, líka spáin lengst frá elstu tíð,

það birti skarpa skuggamynd er skýrði Guð um síð.

Þann sannleika um sæði Guðs og sættir honum frá,

um Krist Jesú og hvernig hann mun koma friði á.

2. „Ég leiðin er og lífið og mín leitið,“ Jesús kvað.

Hann sorg frá bægði, syndir bar og sitt blóð dýrmætt gaf.

Með raust hann nafn Guðs rómaði og rétt hans kenndi orð,

við endalok svo óvinum Guðs eyða mun á storð.

3. Með syni Guðs kom sannleikur er sálum hefur breytt,

hann sannaði að syndinni og sjúkdómum mun eytt.

Guðs sonur lofað sæði var og sinn Guð upphóf hátt,

í konungsvaldi krýndur er, við kynnum dag og nátt.

4. Í trúarvissu tölum við um trúfastan Guðs son.

Á fótum erum fúsleik skóuð, flytjum ­bjarta von.

Því Messías er maklegur, hans mál á okkar stoð,

hann upphefjum svo augljóst sé, að elskum við hans boð.