Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sigursöngur

Sigursöngur

Söngur 171

Sigursöngur

(2. Mósebók 15:1)

1. Jehóva syngjum, sem voldugur hátt er nú upp hafinn,

því hestum og mönnum steypti hann í sjávardjúp.

Jah, stuðningur, styrkur minn, hann stöðugt að björgun vinnur.

Guð minn og skjól, ég vil hefja upp hátt.

Öllum vögnum Far’ós varpaði í hafið, varð að engu mikill her.

Þú Jehóva með hönd þinni hægri hefur sýnt hvert vald þitt er.

2. Ísrael allur lof Jehóva söng er gaf þeim sigur.

Á síðustu dögum við um sigur vitnum hér

því Kristur nú kóngur er, hann kerfi brátt Satans eyðir.

Öll gleðjumst hér, frelsun nú er í nánd.

Miklum dreka, Satan, var með englum vondum varpað niður jörðu á.

Og Guðs lamb ríður gagngert til sigurs, geigvænt myrkur líður hjá.

3. Jehóva lofi og rómi nú þjóð hans valdið rétta,

hans ríki vel búið bráðum réttir endahögg.

Með lofsöng við lofum hann og lambi hans þakklát verum.

Sæl erum við, ríkið dáum í dag.

Okkar Guði og hans Messíasi munum mæla þakkir dægrin löng.

Í von um lausn við lítum til þeirra, lofum Guð í sigursöng.