Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sköpunin boðar dýrð Jehóva

Sköpunin boðar dýrð Jehóva

Söngur 79

Sköpunin boðar dýrð Jehóva

(Sálmur 19)

1. Skýrt boða himnar þína háu dýrð,

dag hvern þér hljóða lofgjörð með þeim býrð.

Þótt jafnvel engin séu orðin sögð

sú þekking er í auðmjúkt hjarta lögð.

Þótt jafnvel engin séu orðin sögð,

sú þekking er í auðmjúkt hjarta lögð.

2. Þú hefur myndað sól og mánann gert,

með settum mörkum framgang hafsins skert.

Við getum aðeins dáð þín dýrðarverk

og að þér dáðst sem skapar þau svo merk.

Við getum aðeins dáð þín dýrðarverk

og að þér dáðst sem skapar þau svo merk.

3. Fullkomið lögmál þitt og þín orð sönn,

viskuna þína birta og þín bönn.

Þitt lögmál góða gulli betra er,

ó, Drottinn, gef að við því fylgjum hér.

Þitt lögmál góða gulli betra er,

ó, Drottinn, gef að við því fylgjum hér.