Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Smyrsl í Gíleað“

„Smyrsl í Gíleað“

Söngur 182

„Smyrsl í Gíleað“

(Jeremía 8:22)

1. Um gæðasmyrsl í Gíleað

orð Guðs skýrt vitni ber,

það huggar, færir hrelldum von

svo harmur burtu fer.

Það sára þreytu sefar best

og svæfir þungan harm,

ef ástvini við erum svipt

það okkar þerrar hvarm.

2. Og mundu eftir mætti Jah,

hann miskunnsamur er.

Ef handleiðslu þú hefur Guðs

þá hagur blessast þér.

Þú ákalla skalt einan Guð

með öll þín bænamál

og dyldu ekki dapra raun

sem dvelst í þinni sál.

3. Og minnstu þess að margt er skráð

sem má hér læra af,

Guð heilagt orð til huggunar

og hughreystingar gaf.

Frá bræðrum þínum þiggðu hjálp

sem þjóna fúsir hér.

Þeir vilja aðeins aðstoða

og efla kjark hjá þér.

4. Og hefur þú svo hugleitt það

að hörð er margra neyð

og ýmsir þreyttir eins og þú

en eru’ á trúarleið?

Nú hefðu leit og hugga þá,

þú hrellda getur hresst

því gæðasmyrsl frá Gíleað

það græðir allra best.