Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Syngið Jehóva!

Syngið Jehóva!

Söngur 197

Syngið Jehóva!

(Sálmur 47:7)

1. Við syngjum Guði saman lag,

sýni nú gætni lýðir.

Hans tigni sonur tekur völd,

tilskipun Guðs hann hlýðir.

Með lófataki lofum Guð,

líknsemd hann okkur færir.

Nú svelli raddir söngvum í,

samtaka hljómar tærir.

Fyrst Kristur Jesús krýndur er

kraft hans mun heimur sjá.

Af kostgæfni nú kunngerum

konunginn besta þá.

2. Við sjáum tíma sárinda,

sorgir og eymdardaga

með eyðilegging alls staðar,

allt er það raunasaga.

Hin þúsund ára þráða stjórn

þrautunum burt mun hrinda,

þá fegurð klæðist foldin öll,

fögnuð þá augun mynda.

Við bíðum nú hins bjarta dags,

brátt verður nýtt að sjá.

Svo rætist okkar væna von,

vegi hans göngum á.

3. Guð vinnur mikil máttarverk,

menn sjá og ótta bera.

Hann sinnir vel um sína menn

sem verkið trúir gera.

Hans stöðug verður stjórn á jörð,

stígur Guðs verður greiður.

Já, syngjum allir samhljóma,

sýnum og Guði heiður.

Við tökum allir undir nú,

áfram Guð lofum hér.

Í helgu dýrðarhásæti

heiðurinn Drottni ber.