Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Syngið gleðisöng um ríkið

Syngið gleðisöng um ríkið

Söngur 20

Syngið gleðisöng um ríkið

(Sálmur 96:1, 10)

1. Ó, syngið gleðisönginn hátt

þið sálir jörðu á.

Já, syngið nýja sönginn dátt

og segið ríki frá.

Hve fagrir eru fætur manns

er flytur góða frétt

um ríki Guðs og gæsku hans,

sú glæsta stjórn er sett.

2. Við hyllum Guð með helgisöng

og heiðrum ríkis frétt.

Guð okkar dýrkum dægrin löng

og dáum nafnið rétt.

Þeir fölsku guðir fólksins hér

ei færa mönnum traust.

En Jehóva trúr alltaf er

með afl og sannleiks raust.

3. Við kunnugt gerum, köllum hér:

„Guðs konungsrétt skal dá.“

Hans stjórn er komin, krýndur er

nú Kristur himni á.

Guð rétta dóma reiðir brátt

og ryður sannleik braut.

En trúum þjónum tryggir sátt,

þeim traust laun falla’ í skaut.