Takið glaðir þátt í uppskerunni
Söngur 211
Takið glaðir þátt í uppskerunni
1. Á uppskerutíma við annir,
þá okkur býðst gleði svo merk,
því englar að uppskeru vinna
og ásamt þeim leysum það verk.
En starfinu stýrir nú Kristur
er staðfastur kom því á skrið.
Nú er kornið þroskað til uppskeru,
af ánægju veitum þeim lið.
2. Og „hveitið“ er komið í „hlöðu“
en kennsl berum „illgresið“ á,
það ætlar sér okkur að hindra
en eymd þess og grátinn má sjá.
En alltaf er fólk Guðs í önnum,
það ákveðið vinnur sitt starf.
En uppskeran er því svo mikilvæg,
hún eilífan veitir því arf.
3. Af gæsku til Guðs og til manna
við greikkum í starfinu spor.
Nú brýnt er að safna þeim saman
og sýna þarf dugnað og þor.
Já, uppskeran anna er tími,
því aðstoðar þarfnast nú menn.
Og gleði hún einkennir akurstörf
því oft nýja finnum við enn.
4. Guðs sonur frá hásæti sínu
nú sér korn sem fullþroskað er.
Sjá, akrarnir eru svo „hvítir“
því aðstoðum hógværa hér.
En vígslan hún veitir þá gleði
að vera Guðs samverkamenn.
Svo varðveitum dirfsku og dugnað öll,
þá dýrmæt laun fáum við senn.