Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Takið hvert annað að ykkur!

Takið hvert annað að ykkur!

Söngur 155

Takið hvert annað að ykkur!

(Rómverjabréfið 15:7)

1. Með vinsemd tak þú öðrum bræðrum eins og Jesús þér

því einnig fyrir bróður þinn dó Jesús Kristur hér.

Þá óstyrku þeim styrku ber að styðja hér og nú

og stuðla’ að þeirra öryggi í von og sannri trú.

Það orð sem spámenn Guðs hér skráðu, okkur getur veitt

nú aukinn frið og von sem höfum þolgóð skeiðið þreytt.

Þá lítum ekki einungis á okkar eigin hag

en ætíð sinnum högum okkar bræðra sérhvern dag.

2. Nú Jehóva þeim safnar sem ei stunda vilja stríð.

Og stjórn Krists friðinn endurheimtir hér um alla tíð.

Guð dregur menn af hverri þjóð og kynkvísl jörðu á

og knýr þá til að halda öll sín lög af hjartans þrá.

Til dýrðar Guði öllum mönnum ávallt tökum vel

því án hlutdrægni munum við best styrkja bræðraþel.

Að endurspegla gæsku Guðs er einstök náðargjöf,

í okkar hjarta gerum rúmt, það þolir enga töf.

3. Við hvetjum alla lýði til að lofa Jah Guð því,

að lofsyngja með þjóð hans hér og fagna trúnni í.

Að víðfrægja Guðs dýrðarverk því verum ætíð fús

á vegunum, já, hvarvetna, úr húsi og í hús.

Og aldrei þessi heiður veitist aftur Guði frá

því allra daga síðustu nú óguðlegir sjá.

Við sönnum Drottins orðheldni ef elskum bræður blíð

og alla bjóðum velkomna sem safnast með Guðs lýð.