Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Takið undir ríkissönginn!

Takið undir ríkissönginn!

Söngur 181

Takið undir ríkissönginn!

(Sálmur 98:1)

1. Glaðlegan söng, já, sigursöng má heyra,

þeim veitir sæmd sem allra hæstur er.

Hann flytur von og vakningu um ríkið,

tak undir vonar ríkissönginn hér.

Með völd Guð fer því fagni jörð,

himnunum frá berst þakkargjörð.

Öll syngið söng um Jesú krýndan konung,

hans stjórn er kær og henni virðing ber.

2. Með söngnum nýja náðarríkið boðum

því Kristur nú má ríkja jörðu á.

Hér hefur fæðst ný þjóð í landi friðar

og hún er frjáls, þar Kristur ríkja má.

Sig beygi hold nú himni að,

Guðsríki holl kunngerum það.

Lærið þann söng um konungsríkið kristna

og Guði krjúpið, öðlist blessun þá.

3. Já, þennan óð af auðmýkt nú má læra,

þau skíru orð, sem eru alltaf ný,

er vottar æfðir öðrum sönginn færa

þá bætast alltaf fleiri kórinn í.

Við tignum Guð, hans miklum mátt,

uppvekur menn til lífsins brátt.

Takið því allir undir ríkissönginn,

sú lofgjörð ávallt Drottin gleður hlý.